
Minni Spámenn
Hlaðvarp um íþróttir og íþróttahetjur samtímans. Minni spámenn, áhugaverðar sögur og umdeild atvik. Umsjón: Hinrik Wöhler.
- Lof, last og hugmyndir - minni.spamenn@gmail.com
- Intro & Outro - Jungle House
Minni Spámenn
Grænlensk knattspyrna
•
Wöhlsungur
Það fer ekki mörgum sögum af afrekum Grænlendinga á knattspyrnuvellinum. Íþróttin er þó sú vinsælasta í þessu risastóra en dreifbýla landi. Grænlenskt knattspyrnufólk þarf að mæta ófáum hindrunum til að iðka íþróttina, líkt og löng ferðalög og slæmar aðstæður. Í þessum þætti er fjallað um allt og ekkert tengt grænlenskri knattspyrnu og einnig hringt til Danmerkur í fyrrverandi leikmann Þróttar sem lék á móti grænlenska landsliðinu fyrir nokkrum árum síðan.